Jafnrétti í Háskóla Íslands: Alvörumál eða óþarfa vesen?

Jafnréttismál í Háskóla Íslands verða rædd á málþingi sem ber yfirskriftina „Jafnrétti í Háskóla Íslands: Alvörumál eða óþarfa vesen?“ Málþingið fer fram föstudaginn 3. apríl og hefst kl. 13.Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir málþinginu, en á því verður fjallað um stöðu jafnréttismála í Háskóla Íslands og framtíðarstefnu. Meðal þess sem til umræðu verður er jafnréttisáætlun skólans og nýlega útkomin skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála við háskólann 2003-2007, sem unnin var af Félagsvísindastofnun HÍ. Fundarstjóri er Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

Setningarræða menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur
Ávarp rektors Háskóla Íslands, Kristínar Ingólfsdóttur

Erindi:
Auður Magndís Leiknisdóttir, félags- og kynjafræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, og aðalhöfundur skýrslunnar Staða og þróun jafnréttismála við HÍ 2003-2007
Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands
Þorgerður Einarsdóttir, dósent og námsbrautarstjóri í kynjafræði við Háskóla Íslands

Kaffihlé

Pallborðsumræður:
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, formaður Q - félags hinsegin stúdenta
Brynhildur G. Flóvenz, formaður jafnréttisnefndar Háskóla Íslands og lektor í lögfræði
Hjalti Hugason, prófessor og deildarforseti guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands
Jón Torfi Jónasson, prófessor og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki og formaður stjórnar Öndvegisseturs í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum

Umræðum í pallborði stýrir Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands

Samantekt og lokaorð fundarstjóra:
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu

Málþingið fer fram í stofu N-132 í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands. Því lýkur kl. 16.30 með móttöku í boði rektors Háskóla Íslands 

Jafnréttisáætlun HÍ má finna á hér og skýrsluna um stöðu og þróun jafnréttismála má finna hér.