Jafnréttiskennitalan

Fimmtudaginn 29. mars nk. mun Hlér Guðjónsson, kynna rannsóknarverkefni sitt: Þróun mælikvarða fyrir jafnréttiskennitölu á málstofu meistaranema í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Verkefnið er liður í þróun Jafnréttiskennitölunnar sem Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst stendur að í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráðuneytið, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráð.  

Kynningin fer fram sem fyrr segir fimmtudaginn 29. mars nk., kl. 16:30 í  Litlu Brekku (fundarsal), Bankastræti 2. Aðgangur er öllum opinn.

Hlér Guðjónsson stundar meistaranám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Hann lauk BA prófi í guðfræði árið 1995 frá Háskóla Íslands og útskrifaðist með MA gráðu í heimspeki frá Tsukuba háskóla í Japan árið 1999. Hann hefur starfað fyrir Rauða kross hreyfinguna frá árinu 2000, fyrst sem deildarstjóri á alþjóðaskrifstofu Rauða kross Íslands, en seinna sem sendifulltrúi Rauða krossins í Kína, Afganistan, Suður-Afríku, Lesóto, Palestínu og Srí Lanka. 

Hlér starfar nú að þróun og vinnslu Jafnréttiskennitölunnar á vettvangi Rannsóknaseturs vinnuréttar og jafnréttismála og er vinna hans við meistararitgerðina liður í þeirri vinnu. Leiðbeinandi Hlés við meistararitgerðina er dr. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Bifröst.

Nánar má lesa um Jafnréttiskennitöluna hér.