- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 1. janúar 2019 taka til starfa ný ráðuneyti heilbrigðismála og félagsmála við uppskiptingu velferðarráðuneytisins sem verður lagt niður frá sama tíma. Þá flytjast jafnréttismál til forsætisráðuneytis. Þingsályktunartillaga um breytta skipan ráðuneyta var samþykkt á Alþingi í gær.
Stjórnarmálefni velferðarráðuneytisins munu að mestu skiptast á milli heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með sama hætti og þau skiptast nú á milli heilbrigðisráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra samkvæmt gildandi forsetaúrskurði nr. 85/2017 um skiptingu starfa ráðherra.