- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í nýrri samantekt Ríkislögreglustjóra um jafnréttismál, fyrir árið 2014, kemur fram að hlutfall kvenna innan lögreglunnar var 13% og hefur lítið breyst síðustu ár. Í upphafi árs 2014 var engin kona yfirlögregluþjónn en flestar voru konur meðal lögreglufulltrúa, þá 15 af 82.
Þegar einstök lögregluembætti voru skoðuð kom í ljós að á Húsavík, Hvolsvelli, Blönduósi og í Vestmannaeyjum voru starfandi lögreglumenn bara karlar. Hæst var hlutfall kvenna í lögregluembætti Snæfellsnes, þá 27%.
Ríkislögreglustjóri samþykkti aðgerðaáætlun í jafnréttismálum sem tók gildi í október 2014. Samkvæmt áætluninni verður lögð áhersla á jafnréttismál í stjórnendaþjálfun lögreglunnar, unnið að endurskoðun siðareglna og samræmingu verklagsreglna. Jafnréttisfulltrúi lögreglunnar, ásamt jafnréttisnefnd lögreglunnar og jafnréttisfulltrúum embættanna munu áfram vinna að því að vinna gegn einelti og kynferðislegri áreitni með fræðslu.