Jafnréttisstofa 15 ára

Jafnréttisstofa fagnar 15 ára afmæli sínu þriðjudaginn 15. september. Af því tilefni er gestum og gangandi boðið til afmælismálþings og í súpu að Borgum við Norðurslóð á Akureyri.
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flytur erindi um stöðu jafnréttismála fyrr og nú og gefur síðan körlum orðið í ljósi þess að íslenskum karlmönnum vefst ekki tunga um tönn. 








Afmælisdagskrá 


11:30 – 12:00Íslensk kjötsúpa
Hildur Petra Friðriksdóttir, ráðgjafi hjá VIRK, þenur harmonikkuna

12:00 – 12:15Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu

12:15 – 12:30Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar

12:30 – 12:45Haraldur Þór Egilsson forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri

12:45 – 13:00    Árni Matthíasson blaðamaður á Morgunblaðinu

13:00 – 13:30Kaffi, konfekt og umræður