- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa fagnar því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp um breytingar á hegningarlögum, sem gerir það refsivert að kaupa vændi. Telur Jafnréttisstofa að um mikilvægt skref í jafnréttismálum sé að ræða, sem vinni gegn kynbundnu ofbeldi og mansali. Um var að ræða þingmannafrumvarp sem þingmenn úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri hreyfingunni grænu framboði lögðu fram. Frumvarpið var samþykkt þann 17. apríl sl. með 27 atkvæðum gegn þremur, en 16 þingmenn sátu hjá. Hægt er að lesa frumvarpið hér.