Jafnréttisstofa gefur út bæklinginn Jafnréttismat

Í jafnréttislögum segir að jafna eigi stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagins með því að gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagins. Þetta þýðir m.a. að við alla áætlanagerð, stefnumótun og gerð lagafrumvarpa þarf að taka til greina ólíka stöðu kynjanna og móta verkefni þannig að þau auki réttlæti og kynjajafnrétti.


Markmiðið með útgáfu bæklingsins er að færa fólki verkfæri til að framkvæma mat á jafnréttisáhrifum innan ólíkra málaflokka. Jafnréttismat er aðferð sem nýtist við undirbúning og skipulag vinnu áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Staða kvenna og karla er metin sem og hvaða áhrif ákvarðanir í málaflokknum koma til með að hafa á jafnrétti kynja. Markmið aðferðarinnar er að velja alltaf þá kosti sem færa okkur nær kynjajafnrétti.

Bæklingurinn