- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í jafnréttislögum segir að jafna eigi stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagins með því að gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagins. Þetta þýðir m.a. að við alla áætlanagerð, stefnumótun og gerð lagafrumvarpa þarf að taka til greina ólíka stöðu kynjanna og móta verkefni þannig að þau auki réttlæti og kynjajafnrétti.