Jafnréttisstofa gefur út skýrslu um kynbundið ofbeldi

Jafnréttisstofa hefur gefið út skýrslu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu hvað varðar upprætingu ofbeldis gegn konum. Kynbundið ofbeldi hefur fengið aukna athygli alþjóðasamfélagsins allt frá því að Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum var samþykktur árið 1979.
Í kjölfarið hafa þjóðir heims unnið að markmiðum yfirlýsinga, framkvæmdaáætlana og samninga og óumdeilt að staðan í þessum málaflokki hefur breyst mikið, bæði hvað varðar löggjöf og vilja ríkisstjórna til að standa sig betur.

Jafnréttisstofa hefur gefið út skýrslu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu hvað varðar upprætingu ofbeldis gegn konum. Í skýrslunni eru alþjóðaskuldbindingar landsins skoðaðar og hvort stjórnvöld uppfylli þær skuldbindingar með löggjöf og aðgerðaráætlunum sem settar hafa verið síðastliðin ár.
 
Staðan hérlendis er borin saman við stöðuna á hinum Norðurlöndunum og að lokum eru dregnar saman helstu niðurstöður.

Skýrsluna má nálgast hér