- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Samkvæmt lögum geta samkynhneigð pör nú fengið sambúð sína skráða í þjóðskrá eins og gagnkynhneigð pör. Þar með munu samkynhneigðir njóta sömu réttinda og lúta sömu skyldum og gagnkynhneigðir hvað varðar almannatryggingar, lífeyrismál, skattamál, erfðamál og fjölmargt fleira, að því gefnu að þessi pör skrái sig í óvígða sambúð á Hagstofu. Þá verða skilyrði fyrir stofnun staðfestrar samvistar rýmkuð, og m.a. er ekki lengur krafist fastrar búsetu á Íslandi þegar íslenskir ríkisborgarar eiga í hlut.
Í tilefni að þessu standa Samtökin ?78 að hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur. Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu þeirra.