- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Stéttarfélagið Sameyki tilkynnti í gær, 14. október, um valið á Stofnun ársins 2020 en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Jafnréttisstofa var valin Stofnun ársins í flokki minni stofnana (færri en 20 starfsmenn) og hefur því bætt sig um tvö sæti síðan 2019 þegar hún varð í 3. sæti.
Á listanum yfir allar stofnanir óháð fjölda starfsmanna er Jafnréttisstofa í 3. sæti og fer því upp um 5 sæti frá 2019.
Könnunin náði til um 12 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu, bæði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögunum og sjálfseignarstofnunum. Hún er unnin í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og gefur mikilvægar upplýsingar um töðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur til að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.