- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir jafnréttisþingi sem haldið verður í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 18. september. Þingið er haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands. Þingið er haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur en hún fæddist 18. september 1906 og hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkt að fæðingardagur hennar verði árlegur jafnréttisdagur í bæjarfélaginu.
Á þessu ári eru 50 ár síðan Helga settist fyrst kvenna í stól oddvita í Mosfellsbæ. Hún lét meðal annars málefni kvenna sig varða, var formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966, formaður Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964, í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953 síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1977.
Dagskrá:
13:00 Setning, Jóhanna B. Magnúsdóttir formaður fjölskyldunefndar
13:10 Ávarp, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar
13:20 Hver var Helga J. Magnúsdóttir? Salóme Þorkelsdóttir fyrrverandi hreppsnefndarmaður í Mosfellsbæ, alþingismaður og forseti Alþingis
13:40 Bökum betra samfélag. Er j í kvenfélag? Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands
14:00 Áhrif kvenna í sveitarstjórn: Guðrún Helga Brynleifsdóttir bæjarfulltrúi Seltjarnarness.
Fyrirspurnir
14:20 Kaffi
14:40 Hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum: Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands
15: 00 Konur í verkum Halldórs Laxness: Dagný Kristjánsdóttir prófessor.
15:20 Fyrirspurnir og umræður
15:30 Afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar
15:40 -17:00 Móttaka í boði Mosfellsbæjar
Námskeiðsgjald kr. 3.500,-
Þátttaka tilkynnist í þjónustuver Mosfellsbæjar s. 525 6700 eða á netfangið mos@mos.is