- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu fjallar um jafnréttisfræðslu í skólum.
Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri standa fyrir fyrirlestrinum sem fer fram á morgun, miðvikudaginn 25. mars kl. 12 í stofu L 201 á Sólborg.
Þrátt fyrir að hér á landi hafi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla verið í gildi í rúm þrjátíu ár þá er enn langt í land hvað raunverulegt jafnrétti varðar. Ef raunverulegt jafnrétti á að nást þarf hugarfarsbreytingu og henni náum við ekki nema með því að fræða börn og unglinga um jafnréttismál. Þar gegnir skólinn mikilvægu hlutverki.
Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu fjallar um jafnréttisfræðslu í skólum. Arnfríður byrjar erindi sitt á því að fara yfir jafnréttislögin og niðurstöður ýmissa rannsókna sem benda til þess að yngri kynslóðir hér á landi hafi neikvæðara viðhorf til jafnréttis en þær sem eldri eru. Í framhaldinu kynnir hún þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Verkefnið sem er til eins ár miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.
Arnfríður er með B.A. próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri. Diplóma í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er í MA námi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Arnfríður hefur kennt bæði við grunn- og framhaldsskóla og sinnt námsráðgjöf.
Allir velkomnir.