- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Miðvikudaginn 7. október flytur Auður Styrkársdóttir erindi á jafnréttistorgi undir yfirskriftinni Kyn og völd. Torgið hefst kl. 12:00 í stofu L201Auður fjallar um verkefnið Kyn og völd sem hún hefur unnið við undanfarið ár ásamt Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur á vegum NIKK (Nordisk institutt for kunnskap og kjønn) fyrir Norrænu ráðherranefndina. Verkefnið lýsir stöðu kvenna og karla á sviði stjórnmála og efnahagsmála á öllum Norðurlöndum síðastliðin 15 ár og leitast við að draga fram þá þætti sem gætu skýrt hugsanlegan mun á stöðu kynjanna.
Verkefnið verður kynnt í heild sinni í Reykjavík 18-19 nóvember n.k.
Auður Styrkársdóttir lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Umeåháskóla í Svíþjóð árið 1999. Hún hefur starfað sem forstöðukona Kvennasögusafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu frá árinu 2001.
Allir velkomnir