- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þriðjudaginn 12. apríl kl. 12:00 fer fram jafnréttistorg í stofu M101 Sólborg. Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík flytur erindið: Jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi kennilegra strauma á sviði jafnréttislöggjafar.
Allir velkomnir!
Kennilegur grunnur bannsins við mismunun á sviði alþjóðlegrar og evrópskrar mannréttindaverndar hefur þróast frá því að vera byggður á formlegri nálgun í átt að efnislegri og fjölþættri nálgun. Í erindinu verður gefið yfirlit yfir þessa þróun. Þá verður vikið sérstaklega að jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar og fjallað um það hvort straumar og stefnur endurspeglist nægilega vel í íslenskri löggjöf.
Dr. Oddný Mjöll Arnardóttir er prófessor í lögum við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Edinborg 2002. Hún fékk lögmannsréttindi árið 1995 og stundaði áður lögmennsku. Hún var forseti Félags kvenna í lögmennsku 2005-2006 og sat í Vísindasiðanefnd 2003-2006. Oddný er stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. Meðal þess sem komið hefur út eftir hana er: Equality and Non-Discrimination under the European Convention on Human Rights (Martinus Nijhoff, 2003); The UN Convention on the Rights of Persons with Disabiltities European and Scandinavian Perspectives (Ed., vith Gerard Quinn, Martinus Nijhoff, 2009) og fjöldi ritrýndra bókakafla og greina um mannréttindi, stjórnskipunarrétt og um löggjöf gegn mismunun.