- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á undanförnum árum hafa iðulega risið deilur um að hve miklu leyti stjórnvöld geti sjálf ákveðið hvaða sjónarmið liggja til grundvallar ákvörðunum um val á milli umsækjenda um opinberar stöður. Í erindi sínu á Jafnréttistorgi mun Ástráður Haraldsson hrl. ræða um álitaefni sem þessu tengjast í ljósi dómafordæma og álita Umboðsmanns Alþingis.Á Jafnréttistorginu verður einnig vikið að hlutverki Jafnréttislaga og staða þeirra skoðuð í ljósi dómafordæma og álita Kærunefndar jafnréttismála.
Ástráður Haraldsson hrl. hefur starfað sem lögmaður í Reykjavík frá 1992. Hann var meðfram lögmennsku í hlutastarfi sem lögfræðingur Alþýðusambands Íslands frá 1995-2000 og hefur meðfram lögmennsku verið í hlutastarfi sem dósent við Háskólann á Bifröst frá 2002. Hann hefur sem fræðimaður einkum fjallað um vinnurétt og stjórnsýslurétt.
Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri standa fyrir Jafnréttistorgi að þessu sinni
sem hefst kl. 12.00 í stofu L 201 á Sólborg.
Allir velkomnir.