- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Árleg jafnréttisviðurkenning Kópavogs verður afhent í dag, fimmtudaginn 11. september kl. 16. Einnig verða kynnt drög að nýrri jafnréttisstefnu bæjarins og samstarfsverkefnið Jafnrétti í skólum, undir yfirskriftinni Jafnrétti í Kópavogi til framtíðar. Dagskráin hefst með því að Una María Óskarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Kópavogs, kynnir drög að nýrri jafnréttisstefnu. Þá mun Kristín Ólafsdóttir, jafnréttisráðgjafi Kópavogsbæjar, kynna samstarfsverkefnið Jafnrétti í skólum. Einnig munu Íris Arnardóttir frá Hörðuvallaskóla og María Einarsdóttir frá leikskólanum Smárahvammi, ræða um verkefnið.
Að erindunum loknum verður árleg jafnréttisviðurkenning Kópavogs afhent. Dagskráin fer fram í Kórnum, sal Bókasafns Kópavogs og er öllum opin.