Jafnréttisvísar

Norrænaráðherranefndin gefur út Jafnréttisvísa sem nú eru einnig aðgengilegir á íslensku. Jafnrétti kvenna og karla er grundvallargildi á Norðurlöndum. Kynjajafnrétti vísar til jafns réttar, jafnrar ábyrgðar og jafnra tækifæra á öllum sviðum lífsins fyrir konur og karla og stráka og stelpur. Það þýðir að allir einstaklingar – óháð kyni – hafa jafn mikil völd og áhrif í samfélaginu. Nauðsynlegt er að nota vísa og taka saman tölfræði sem endurspeglar líf kvenna og karla til að fylgjast með framförum á þessu sviði. Þeir nýtast á margan hátt t.d. við að takast á við kynjuð vandamál og til að byggja stefnumótun og áætlanir á – en líka til að miðla þekkingu til almennings. Söfnun og notkun tölfræðiupplýsinga um jafnrétti kynjanna er lykilþáttur í því að stuðla að jafnrétti kynjanna í samfélaginu. Um eru að ræða tölur um mannfjölda, fjölskyldur og ummönnun, heilsu, menntun, vinnumarkað og tekjur. 

Samstarf Norðurlanda um jafnrétti kynjanna, meðal annars hvað varðar tölfræðiupplýsingar, hefur stuðlað að því að gera Norðurlönd að þeim heimshluta þar sem jafnrétti kynjanna er mest.