- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa stendur fyrir opnu námskeiði um kynjasamþættingu þann 14. desember nk. Námskeiðið fer fram á Hótel Reykjavík Centrum frá kl. 13:00 - 16:00.Á námskeiðinu verður fjallað um stöðu jafnréttismála á Íslandi í dag, hvað kynjasamþætting er, hvers vegna við þurfum á skipulögðu jafnréttisstarfi að halda og hvernig hægt er að aðlaga aðferðina að starfi þátttakenda.
Kynjasamþætting er aðferð til að meta hvort ákvarðanir innan stofnana hafi jöfn áhrif á konur og karla. Með því að samþætta kynja og jafnréttissjónarmið í ferli stefnumótunar og ákvarðanatöku gefst leið til að meta hvort þjónusta skili sér jafnt til beggja kynja og hvort aðgengi þeirra að þjónustu sé sambærileg.
Hér má finna nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu