- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 1. mars verður opnað fyrir umsóknir ársins 2017 í Norræna jafnréttissjóðinn!
Jafnréttissjóður Norrænu ráðherranefndarinnar styrkir verkefni þar sem minnst þrjú Norðurlönd vinna saman til að koma á jafnrétti kynja. Frá árinu 2013 hafa yfir 40 verkefni verið styrkt. Niðurstöður verkefnanna hafa verið fjölbreytt, allt frá þjálfun í stefnumótun til myndun nýrra norrænna tengslaneta.
Forgangsþemu sjóðsins eru í samræmi við samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í jafnréttismálum 2015-2018. Þau eru opinber rými, velferð, nýsköpun og sjálfbær þróun með áherslu á fjölbreytileika og virka þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. Á árinu 2017 verður jafnrétti á vinnumarkaði sérstakt forgangsþema. Verkefnum tengd þessum þemum verður forgangsraðað.
Mælt er með því að umsækjendur hefji tengslamyndun og undirbúning sem fyrst!
Leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna á heimasíðu NIKK: á sænsku og á ensku.
Skráðu þig hér og fáðu sendar nýjustu fréttir af Norræna samstarfinu um jafnrétti kynja: á sænsku og á ensku.