- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Prufunámskeiðum verkefnisins Fjölbreytni í fyrirrúmi er lokið og má með sanni segja að þau hafi gengið vel. Við fengum til okkar fjölbreyttan hóp af þátttakendum. Góðar umræður sköpuðust og voru þátttakendur duglegir að gefa ábendingar um það sem betur mætti fara og hvað það var sem þau voru mest ánægð með.
Unnið verður með niðurstöðurnar til að gera afurð verkefnisins sem skilvirkasta fyrir notendur. Með haustinu mun efnið vera aðgengilegt á heimasíðu Jafnréttisstofu.
Verkefnið Fjölbreytni í fyrirrúmi (e. Diversity Inside Out) miðar að því að mæta þörfum vinnumarkaðarins með því að draga úr mismunun jaðarsettra einstaklinga og hópa sem kunna að eiga undir högg að sækja á vinnustöðum vegna ýmissa þátta, þar á meðal aldurs, kynhneigðar, þjóðernis, fötlunar, trúarbragða eða annarra þátta sem geta verið grundvöllur mismununar eða fordóma. Fjölbreyttur, blandaður hópur starfsmanna hjálpar til við að brjóta niður staðalmyndir og ranghugmyndir; fjölbreytni á vinnumarkaði eru raunveruleg verðmæti.