- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Með jafnréttisstefnu KSÍ er markmiðið að allt jafnréttisstarf innan knattspyrnuhreyfingarinnar
verði markvisst og skipulagt ferli sem fléttast inn í alla þætti knattspyrnunnar. Þannig mun
öllum knattspyrnuiðkendum verða gert kleift að stunda íþrótt sína og ná árangri óháð kynferði, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðernisuppruna, kynþætti, litarhætti, kynhneigð, efnahagi, búsetu, ætterni og stöðu að öðru leyti.
Í stefnunni er talin upp aðgerðaáætlun fyrir tímabilið 2008-2009. Þar kemur meðal annars fram að skipaður verður sérstakur jafnréttisfulltrúi, sem hefur það hlutverk að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið innan knattspyrnunnar á Íslandi. Einnig verður jafnréttisviðurkenning KSÍ veitt á hverju ári, einstaklingi eða félagi sem hefur unnið framúrskarandi starf á sviði jafnréttismála innan íslenskrar knattspyrnu og eða stuðlað að framgangi jafnréttis í íslenskri knattspyrnu.
Nánar um jafnréttisstefnu KSÍ hér.