- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Árlega fer Jafnréttisstofa yfir kynjahlutfall í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ráðuneytanna.
Helstu niðurstöður eru að hlutfall kynja er næstum jafnt, þriðja árið í röð. Hins vegar fækkar þeim nefndum þar sem kynjahlutfall er rétt við skipun þeirra, var 75% árið 2022 en 80% árið áður.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti eru bæði með jafna kynjaskiptingu allra starfandi fulltrúa, eitt ráðuneyti hefur 49/51 skiptingu. Sex ráðuneyti af tólf voru með hærra hlutfall kvenna en karla. Lægsta hlutfall kvenna var hjá innviðaráðuneytinu, 44% en lægsta hlutfall karla var í heilbrigðisráðuneytinu, 43%.
Kynskiptur vinnumarkaður hefur hér áhrif. Þó nefndir uppfylli ekki allar kynjahlutfall milli karla og kvenna eru nefndir þar sem eru eingöngu karlar eða eingöngu konur, mjög fáar.
Þegar skipanir ársins 2022 eru skoðaðar sérstaklega var jafnt skipað hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og því sem næst hjá mennta- og barnamálaráðuneyti. Mestur kynjahalli var á skipun í nefndum hjá dómsmálaráðuneytinu, 27% karlar og 73% konur.
Skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2022 er komin út.