- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa og JCI Sproti standa fyrir hagnýtri fræðslu og samræðuþingi um stjórnmál.
II. hluti, laugardaginn 3. feb. kl. 10-15, Borgum v. Norðurslóð, Akureyri
Borgun v. Norðurslóð, Akureyri
Hefur þú áhuga á stjórnmálum og málefnum samfélagsins og langar að taka þátt?
Samræðustjórnmál
Hvaða aðferðum beitum við til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri án þess að ráðast á skoðanir annarra? Í þessum hluta skoðum við samningatækni, ábyrgð þeirra sem að málinu koma og hvernig við leysum úr ágreiningi til að komast að farsælli lausn.
Arna Björk Gunnarsdóttir og Svava Arnardóttir, JCI Sproti
Fundarsköp
Að kunna umferðareglur funda er grundvallaratriði til að vera virkur í umræðum og ákvörðunartöku. Farið verður yfir helstu atriði fundarskapa og stjórnun funda.
Arna Björk Gunnarsdóttir og Svava Arnardóttir, JCI Sproti
Ræðumennska
Hér verður farið yfir grundvallar atriði ræðumennsku og hvernig við náum til fólks í töluðu máli.
Arna Björk Gunnarsdóttir og Svava Arnardóttir, JCI Sproti
Samfélagsmiðlar
Hvernig er hægt að nýta sér þá?
Vigdís Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Pipar-BTWA og fv. kosningastjóri
Þátttökugjald er 3000 kr. Innifalið er hádegisverður. Skráning skal berast í síðasta lagi 1. febrúar á netfangið: kristinheba[at]akak.is