Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna í New York

Í dag halda Ísland, Danmörk og Noregur hliðarviðburð í tengslum við fundinn. Viðburðurinn ber yfirskriftina The Nordic Father: Role Model for a Caring Male? Fyrir hönd Íslands opnar Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra viðburðinn og Ingólfur V. Gíslason segir frá íslensku fæðingarorlofslöggjöfinni og áhrifum hennar á íslenskt samfélag.
Í
ár er 51. fundur nefndarinnar ber hún nafnið Commission on the Status of Women en í daglegu tali nefnd CSW. Allar þjóðir sem eiga aðild að S.Þ. geta sent fulltrúa á fundinn. Þjóðirnar skiptast svo á að sitja í nefndinni og vera áheyrnarfulltrúar, en Ísland á nú sæti í nefndinni. Í tengslum við fundinn eru haldnir fjölmargir opnir hliðarviðburðir þar sem hinar ólíku þjóðir kynna verkefni sín tengdu jafnréttismálum.

Nánari upplýsingar um nefndina 

Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins í dag má sjá hér.