- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í tilefni kvenréttindadagsins mánudaginn 19. júní býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og Zontaklúbbana á Akureyri. Gengið verður í fótspor kvenna sem sett hafa svip sinn á Brekkuna.
Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor leiðir gönguna sem hefst í Lystsigarðinum klukkan 17:00. Göngufólk mæti á flötina við Café Laut. Allir hjartanlega velkomnir.