- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í kvöld, 19. júní - mun Byggðasafn Hafnarfjarðar standa að sérstakri sumargöngu þar sem gengið verður á slóðir kvenna sem settu svip sinn á sögu bæjarins. Gengið verður frá Pakkhúsinu Vesturgötu 6-8 og hefst gangan kl. 20:00
Rifjuð verður upp saga nafngreindra kvenna eins og frú Rannveigar Sívertsen og Siggu í Siggubæ en einnig saga ónafngreindra kvenna sem settu svip á bæinn á þeim tíma sem Hafnarfjörður var að byggjast upp.
Steinunn Þorsteinsdóttir og Björn Pétursson leiða gönguna. Steinunn Þorsteinsdóttir, sagnfræðingur, er fædd í Hafnarfirði og starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ auk þess sem hún hefur skrifað bækur um sögu bæjarins. Björn Pétursson, sagnfræðingur, er fæddur í Hafnarfirði og starfar sem bæjarminjavörður Hafnarfjarðar, auk þess sem hann hefur skrifað bækur um sögu bæjarins.
Sjá viðburðarsíðu göngunnar á facebook