Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, að athöfninni lokinni verður gegnið að Hallveigarstöðum þar sem Kvenréttindafélagið og Kvenfélagasambandið bjóða til kaffisamsætis og flutt verða stutt ávörp í tilefni dagsins. Seinna um kvöldið býður Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands til messu við Þvottalaugarnar í Laugardal.
Blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kl. 16:00
Gengið verðu fylktu liði frá Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16:00 að leiði Bríetar í Hólavallakirkjugarði. Þar verða flutt tónlistaratriði og stutt ávarp.
Kaffisamsæti á Hallveigarstöðum kl. 17:00
Að athöfn lokinni verður gengið að Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Þar bjóða Kvenréttindafélagið og Kvenfélagasambandið til kaffisamsætis. Yfir kaffinu verða flutt stutt ávörp í tilefndi dagsins. Að þessu sinni ávarpa fundinn: Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélagasamband Íslands, Steinunn Stefánsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs ásamt Ísold Uggadóttir og Hrönn Kristinsdóttir sem ávarpa fundinn fyrir hönd WIFT, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi.
Kvennamessa í Laugardalnum kl. 20:00
Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands bjóða alla velkomna í kvennamessu við Þvottalaugarnar í Laugardal. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng, Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet og Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.