- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Háskólinn á Akureyri og Símenntun Háskólans á Akureyri bjóða upp á námskeið um kynbundið ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð. Námið er kennt á komandi vormisseri og gefst nemendum kostur á fjarkennslu til Ísafjarðar, Egilsstaða, Selfoss og Hafnarfjarðar.Viðfangsefni námskeiðsins er að kynna kynbundið ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð; einkenni, afleiðingar, forvarnir og meðferð. Kynntir verða helstu þættir varðandi áfallastreituröskun, birtingarmyndir þjáningar, grimmdar og illsku,forvarnir, heilsufarslegar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og dóma varðandi slík mál. Þá verður einnig vikið að helstu þáttum varðandi jafnrétti, ofbeldi í nánum samböndum, vanrækslu, vændi, klám og meðferð fyrir þolendur og gerendur ofbeldis.
Námið er öllum opið og hentar þeim sem starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu, skólakerfið, löggæslu, dómskerfið og sjálfstætt starfandi aðilum sem vinna með fólki, einnig þeim sem hafa áhuga á að starfa á þeim vettvangi.
Nánari upplýsingar um skipulag námsins er að finna hér.