Jafnréttisstofa í samstarfi við Ár jafnra tækifæra og félagsmálaráðuneytið efnir til ráðstefnunnar Kynbundinn launamunur - Aðferðir til úrbóta þann 23. nóvember kl. 13-16 í Sunnusal Hótel Sögu. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar á kynbundnum launamun sem unnin var upp úr gögnum Hagstofu Íslands um atvinnutekjur þjóðarinnar. Í rannsókninni voru skoðaðar atvinnutekjur og heildartekjur kynjanna, eftir hjúskaparstöðu, aldri og búsetu. Einnig verða ræddar ólíkar aðferðir sem notaðar hafa verið til að vinna bug á þeim vanda sem kynbundinn launamunur er.
Dagskrá:
13:00 Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, setur fundinn
13:10 Tekjumunur karla og kvenna: Upplýsingar úr skattframtölum
Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Jafnréttisstofu.
13:45 Kynjavöktun í aðdraganda kjarasamninga
Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ
14:05 Áform og aðgerðir - til að greina og eyða kynbundnum launamun
Sigríður Lillý Baldursdóttir, starfandi forstjóri Tryggingarstofnunnar
14:25 Kaffihlé
14:45 Tala minna gera meira
Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr
15:05 Markvissar aðgerðir skila árangri
Anna Jörgensdóttir, starfsmannastjóri Hafnarfjarðarbæjar
15:25 Pallborðsumræður
Fundarstjóri: Mörður Árnason
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis