Kynbundinn launamunur - Aðferðir til úrbóta

Jafnréttisstofa í samstarfi við Evrópuár jafnra tækifæra og félagsmálaráðuneytið efnir til málþings um kynbundinn launamun og aðferðir til úrbóta, þann 17. desember kl. 12-13:15 á Hótel KEA.

Kynntar verða niðurstöður rannsóknar á kynbundnum launamun sem Jafnréttisstofa vann upp úr gögnum Hagstofu Íslands um atvinnutekjur þjóðarinnar. Í rannsókninni voru skoðaðar atvinnutekjur og heildartekjur kynjanna, eftir hjúskaparstöðu, aldri og búsetu. Einnig verða ræddar ólíkar aðferðir sem notaðar hafa verið til að vinna bug á þeim vanda sem kynbundinn launamunur er.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar mun fjalla um nýlega launakönnun og endurskoðun á launakerfi Akureyrarbæjar. Síðan mun Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðsviðs Skýrr fjalla um jafnréttisstarf hjá Skýrr. Að lokum verður samantekt og umræður.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Léttar hádegisveitingar verða í boði.

Dagskrá:

12:00  Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu setur fundinn

12:05 Tekjumunur karla og kvenna: Upplýsingar úr skattframtölum
            Hjálmar G. Sigmarsson, sérfræðingur Jafnréttisstofu

12:25 Að snúa vörn í sókn – Tiltekt í launakerfi Akureyrarbæjar
            Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar

12:45 Tala minna – gera meira 
            Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr

13:05 Samantekt og umræður


Léttar hádegisveitingar í boði.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis