- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í skýrslu þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er sérstakur kafli þar sem skýrsla rannsóknarnefndarinnar er greind út frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Greiningin er unnin af dr. Þorgerði Einarsdóttir, prófessor og dr. Gyðu Margréti Pétursdóttur, aðjúnkt. Í samantekt um greininguna segir að rýnt sé í skýrsluna með kynjafræðilegum aðferðum og teknir til skoðunar atburðir sem áttu þátt í falli bankanna, aðdraganda þeirra og þemu sem hafa kynjafræðilega skírskotun. Markmiðið er að gera lesendur skýrslunnar og íslenskt samfélag betur í stakk búið til að skilja þann þátt sem kyn átti í þeirri atburðarás.
Í lokakafla skýrslunnar eru dregnar ályktanir og settar fram hugmyndir um aðgerðir í jafnréttismálum. Skýrsluhöfundar vona að skýrslan verði til þess að auka kynjavitund í íslenskri þjóðfélagsumræðu og efla jafnréttisstarf, og minnka þannig líkurnar á að atburðir eins og þeir sem áttu sér stað haustið 2008 endurtaki sig.
Greining á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis út frá kynjafræðilegu sjónarhorni hefst á bls. 209 og í pdf formati hefst hún á bls. 213.
Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.