- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa er þátttakandi í verkefninu Kynjajafnrétti á norðurslóðum (Gender Equality in the Arctic) ásamt utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðanetinu. Verkefnið byggir á fyrra verkefni sem unnið var á árunum 2013-2015 og endaði með ráðstefnunni Gender Equality in the Arctic – Current Realities, Future Challenges sem haldin var á Akureyri haustið 2014. Niðurstöður þeirrar ráðstefnu er að finna hér.
Í yfirstandandi verkefni er sjónum beint að því að breiða út umræðu um kyn, fjölbreytileika og jafnrétti á norðurslóðum auk þess að standa fyrir sameiginlegum vettvangi fyrir hópa og sérfræðinga í málefninu.
Hluti af því að kynna verkefnið felst í þátttöku í fundum og ráðstefnum og tók framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu þátt í tveimur pallborðum um kynin á norðurslóðum á ráðstefnunni Arctic Circle Forum sem haldin var í Þórshöfn í Færeyjum nú í maí. Annars vegar var sjónum beint að áskorunum og því hvernig hægt er að koma kynjajafnrétti á framfæri í gegnum stefnumótun og hins vegar var horft til mismunandi mynsturs fólksflutninga á norðurslóðum eftir kyni.
Fram kom að staða ríkja á norðurslóðum er afar misjöfn og margvísleg verkefni sem takast þarf á við hvað varðar stöðu kynjanna. Mikið var horft til stöðu Íslands sem fyrirmyndar fyrir önnur ríki t.d. hvað varðar stjórnmálaþátttöku, launajafnrétti og áherslur á kynjajafnrétti í stefnumótun, t.d. utanríkisstefnu.
Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna hér.