- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Öskudagurinn er í dag og af því tilefni sóttu ýmsar kynjaverur Jafnréttisstofu heim. Löng hefð er fyrir því hér á Akureyri að halda öskudaginn hátíðlegan og greinilegt að börnin leggja mikið upp úr vönduðum búningum og söng. Það vakti athygli starfsmanna Jafnréttisstofu hversu pólitískir textar barnanna voru í ár, en margir voru þeir frumsamdir og þar komu m.a. Davíð, Jón Ásgeir, verðbréfasalar og útrásarvíkingar við sögu.