- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa býður upp á sérstakan fund um jafnlaunastaðfestingu með ráðgjöfum fyrirtækja og stofnana. Fundurinn verður haldinn á Teams þann 15. nóvember kl. 11 – 12. Á fundinum verður kynning á því hvað felst í jafnlaunastaðfestingu. Farið verður yfir þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana um gagnaskil til að öðlast jafnlaunastaðfestingu og mat Jafnréttisstofu á gögnunum. Góður tími verður til fyrirspurna og umræðna.
Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns. Jafnlaunastaðfesting er nýmæli á Íslandi og því ljóst að greinargóðar upplýsingar eru grunnurinn að umsóknarferli sem er skilvirkt og áreiðanlegt.