- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Landsfundur jafnréttisnefnda fer fram í dag í Mosfellsbæ. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir fundinum að þessu sinni. Dagskrá landsfundarins hófst í gær að loknu jafnréttisþingi Mosfellsbæjar og heldur áfram nú kl. 9.
Dagskráin í dag hefst með erindi Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún mun kynna ný jafnréttislög. Þá kynnir Arnfríður Aðalsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Jafnréttisstofu, verkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum, en ný heimasíða þess opnaði í vikunni.
Síðan munu jafnréttisnefndir landsins ræða um stöðu og verkefni jafnréttismála í sveitarfélögum og ályktanir verða ræddar. Dagskránni lýkur síðan með kynningu og undirritun Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum.