- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist um nærri þrjú prósentustig á milli ára, samkvæmt launakönnun SFR sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Konur höfðu samkvæmt könnuninni um 27% lægri heildarlaun en karlar. Þegar tekið hafði verið tillit til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar og vaktaálags, var óútskýrður launamunur kynjanna 17,2% en hann var 14,3% árið 2007.SFR birtir í annað sinn launakönnun félagsins meðal félagsmanna SFR. Launakönnunin miðaðist við 1. febrúar 2008, þannig að launahækkun vegna kjarasamninganna frá 1. maí sl. er ekki með í þessum tölum. Meðalheildarlaun félagsmanna í fullu starfi voru 304.000 kr. á mánuði. Meðalheildarlaun karla voru 376.081 kr. og meðalheildarlaun kvenna 274.417 kr.
Nánar er hægt að lesa um launakönnunina hér.