- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í leiðbeiningunum eru m.a. skilgreind fjögur undirbúningsstig þar sem lögð er áhersla á samvinnu sveitarfélags og viðkomandi stéttarfélaga. Tilgreind eru ýmis atriði sem æskilegt er að tekið sé á í jafnréttisáætlun og má þar m.a. nefna ráðningarform, tækifæri mismunandi hópa til endurmenntunar, öryggismál, kynferðislegt áreiti og mismunandi áhrif skipulagsbreytinga á starfshópa svo eitthvað sé nefnt. Þá fylgir leiðbeiningunum gátlisti og sniðmát, en hvorutveggja getur verið mjög gagnlegt við gerð jafnréttisáætlana. Loks er að finna yfirlit yfir gerðir Evrópusambandsins og greint frá stöðu mála í flestum Evrópuríkjum.
Skv. lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ber sveitarstjórnum á Íslandi að gera jafnréttisáætlanir í upphafi kjörtímabils. Sveitarfélög hafa nú fengið ágætis tæki í hendur sem ætti að auðvelda þeim að uppfylla framangreindar skyldur.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sambands íslenskra sveitarfélaga: http://www.samband.is
Einnig minnum við á leiðbeiningar Jafnréttisstofu við gerð jafnréttisáætlunar.