- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Gengið verður frá Akureyrarkirkju kl. 17:00 og í lok ljósagöngunnar bjóða Sambíóin, Norðurorka og VÍS göngufólki í bíó. Kvikmyndin Disconnect verður sýnd en hún hefur fengið lof gagnrýnenda fyrir að takast á við tengsl og áhrif nútímatækni og samskiptamiðla í umfjöllun um netnotkun, klám og einelti.
Í Reykjavík hefst ganga klukkan 19.00 í Alþingisgarðinum og þaðan er gengið eftir Tjarnargötunni að Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands. Sérstakir heiðursgestir og ljósberar verða að þessu sinni merkiskonur sem áttu þátt í stofnun Kvennalistans fyrir 30 árum og vilja samtökin með þessum hætti heiðra starf þeirra í þágu jafnréttis á Íslandi.