- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Verkefnið var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og var dr. Lilja Mósesdóttir verkefnisstjóri þess. Jafnréttisstofa sá um umsýslu verkefnisins. Eftirtaldir sérfræðingar unnu ásamt Lilju lokaskýrslu verkefnisins: Andrea G. Dofradóttir, dr. Þorgerður Einarsdóttir, Kristjana Stella Blöndal, Einar Mar Þórðarson og Sigurbjörg Ásgeirsdóttir.
Meginmarkmið verkefnisins er að auka þekkingu og skilning á launamun kynjanna á Norðurlöndunum. Þetta var gert með samanburði á þeim tölfræðimælistikum sem tiltækar eru á laun, greiningu á þeim aðferðum sem notaðar hafa verið til að ?leiðrétta? launamun kynjanna og mati á árangri aðgerða sem ráðist hefur verið í til að vinna gegn launamun karla og kvenna á Norðurlöndum.
Þegar launamunur karla og kvenna í Evrópusambandsríkjunum 25 og Noregi og Íslandi árið 2001 er borin saman, þá kemur í ljós að Norðurlandaþjóðirnar eru ekki í fararbroddi. Frammistaða Noregs, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar er nær meðaltali Evrópusambandsríkjanna en þeim þjóðum sem standa sig best. Launamunur kynjanna var mestur á Íslandi samanborði við öll aðildarlönd ESB og Noreg. Ein skýring á miklum launamun karla og kvenna á Norðurlöndum er mikil atvinnuþátttaka kvenna, sérstaklega ófaglærðra kvenna sem starfa í láglaunastörfum í umönnunargeiranum. Konur í opinbera geiranum á Íslandi virðast njóta hvort tveggja hærri launa og meiri kynjajöfnuðar en konur í einkageiranum.
Dagskrá málþingsins
Fréttatilkynning
Lokaskýrsla verkefnisins