- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Málstofa verður í Háskólanum á Akureyri - kennaraskor, Þingvallastræti 23 í stofu 14 í dag, miðvikudaginn 18. mars kl. 16:15 - 17:00.
Þar kynnir Maríanna G. Einarsdóttir leikskólastjóri þróunarverkefnið "Getur strákur verið Rauðhetta?" sem er kynjajafnréttisverkefni leikskólans Smárahvamms í Kópavogi. Leikskólinn er einn af tíu leik- og grunnskólum sem taka þátt í verkefninu "Jafnrétti í skólum, það læra börnin sem fyrir þeim er haft".
Markmið þróunarverkefnisins er þríþætt: (a) að tryggja stúlkum og drengjum raunverulega jafnan aðgang að öllu leikefni leikskólans; (b) að stuðla að því að stúlkur og drengir geti valið leikefni/leikfélaga óháð kyni; (c) að hafa áhrif á kynímyndir barna og kennara.
Leiðbeinandi Maríönnu G. Einarsdóttur er dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri.
Allir velkomnir.