- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Laugardagurinn 10. desember er alþjóðlegur dagur mannréttinda en á þeim degi árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Dagurinn er jafnframt lokadagur í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni verður boðið upp á mannréttindadagskrá í Eymundsson kl. 13:00 þar sem Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri lagadeildar HA mun ávarpa gesti, Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við heilbrigðisvísindasvið HA flytur erindi, og Vigdís Grímsdóttir les valinn kafla úr bók sinni „Trúir þú á töfra“. Einnig geta gestir í Eymundsson tekið þátt í alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty International með því að skrifa undir kort til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á staðnum.
Allir velkomnir
Kaffi og piparkökur
Á morgun fer einnig fram sala á armböndunum „Segðu frá“ til styrktar Aflinu.