Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 60 ára

Jafnréttisstofa, Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri standa fyrir hátíðardagskrá miðvikudaginn 10. desember í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.  Yfirlýsingin lagði grunninn að hinu alþjóðlega mannréttindakerfi nútímans og á henni byggja helstu mannréttindasamningar og stjórnarskrárákvæði ríkja víða um heim.
Hátíðardagskráin verður í Ketilhúsinu á morgun, miðvikudaginn 10. desember kl. 12.00-13.00.

Dagskrá:

Tónlistaratriði: Nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri

Kristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra ávarpar gesti.

Mannréttindayfirlýsingin í tónum og tali: Nemendur úr 8. bekk Lundarskóla.

Margrét Heinreksdóttir, emeritus, flytur ávarp.

Nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri kynna verkefni sín um mannréttindi.

Þorlákur Axel Jónsson formaður Samfélags- og mannréttindaráðs flytur ávarp.

Heimildarmynd um mannréttindi ólíkra hópa unnin af 8.bekk í Lundarskóla.

Allir velkomnir.