Mannréttindi í þrengingum-Efnahagsleg og félagsleg réttindi í kreppunni

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Mannréttindi í þrengingum: Efnahagsleg og félagsleg réttindi í kreppunni eftir Aðalheiði Ámundadóttur og Rachael Lorna Johnstone er boðið upp á bókarkynningu og málstofu sem haldnar verða í Háskólanum á Akureyri (stofu N102), föstudaginn 20. maí, frá kl. 12:00-14:30.
Fundarstjóri: Sigurður Kristinsson, sviðsforseti, hug– og félagsvísindasviðs, Háskólanum á Akureyri

Dagskrá:
12:00 Hádegismatur
12:30 Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, setur
málþingið
12:35 Rachael Lorna Johnstone, höfundur
12:45 Aðalheiður Ámundadóttir, höfundur

Ritdómar
13:00 Ragnar Aðalsteinsson, hrl
13:15 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
13:30 Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra
13:45 Umræður
14:30 Lok málstofu

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eigi síðar en þriðjudaginn 17. maí með tölvupósti á netfangið steinunn@mannrettindi.is, eða í síma 552 2720. Ath. takmarkaður sætafjöldi.

Allir velkomnir.