Mansal - Líka á Íslandi

Rauði kross Íslands og Rannsóknarstofa í Kvenna- og kynjafræðum (RIKK) kynna nýja rannsókn um eðli og umfang mansals á Íslandi þann 2. september næstkomandi. Um er að ræða fyrstu rannsókn á þessu sviði hér á landi. Samkvæmt henni fer því fjarri að Ísland sé einungis gegnumstreymisland fyrir fórnarlömb mansals eins og margir hafa talið heldur einnig móttökuland þar sem tugir einstaklinga dvelja hér til lengri eða skemmri tíma.

Dagskrá:

12:00 – 12:10 Ávarp: Anna Stefánsdóttir formaður Rauða kross Íslands

12:10 – 13:00 Mansal – líka á Íslandi: Fríða Rós Valdimarsdóttir mannfræðingur og höfundur skýrslunnar kynnir niðurstöður rannsóknarinnar

13:00 – 13:30 Fyrirspurnir og umræður

Fundarstjóri: Irma Erlingsdóttir forstöðumaður RIKK

Fundurinn fer fram í stofu 102, Háskólatorgi HÍ, miðvikudaginn 2. September kl. 12:00-13:30
Allir velkomnir