- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna býður upp á opinn fyrirlestur í Odda 202 þann 24. ágúst kl. 12-13. Fyrirlesari er Pat O’Connor, prófessor í félagsfræði við Limerick háskóla á Írlandi en hennar fyrirlestur nefnist “Menning og skipulag háskóla frá kynjasjónarmiði”. Fyrirlesturinn fer fram á milli kl. 12-13.
Háskólar líta á sig sem kynhlutlausar stofnanir þar sem aðeins verðleikar ráða frama og velgengni. Pat O'Connor kynnir rannsóknir sínar sem sýna að skipulag og menning háskóla endurspegla kynja-, kynþátta- og stéttamisrétti.
Hún sýnir hvernig forsendur, viðmið og gildi ýta undir karlmiðlæga stofnanamenningu. Hún fjallar jafnframt um valkosti og leiðir til úrbóta.
Fyrirlesturinn er á ensku. Öll velkomin