Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum

Við styrkúthlutun er haft eftirfarandi að leiðarljósi:

Skilyrði fyrir styrk er að verkefni séu kvennaverkefni þ.e. unnin af konum og fjalli um málefni kvenna. Að þessu sinni verður áherslan á ritstörf, ritgerðir eða rannsóknir, einkum um þjóðfélagsmál er varða konur. Einnig koma til greina ferðastyrkir til framhaldsrannsókna á ofangreindu sviði.

Nefnd skipuð stjórn MMK metur umsóknir. Nefndin áskilur sér rétt til að meta 2-3 styrkhæfar umsóknir. Styrkur verður greiddur út þegar fyrir liggur greinargerð um stöðu verkefnisins. Úthlutað verður kr. 100.000.-

Umsóknir skulu berast fyrir 5. september nk. til:

Menningar- og minningarsjóðs kvenna
Hallveigarstöðum
Túngötu 14
101 Reykjavík

Á heimasíðu KRFÍ má nálgast umsóknareyðublöð.