- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Diplómanám í hagnýtri jafnréttisfræði veitir nemendum hagnýta þekkingu til starfa að jafnréttismálum. Námið er 30 einingar og hægt að stunda með vinnu. Hluti námsins er bæði stað- og fjarkenndur svo fólki á landsbyggðinni gefst kostur á að nýta sér það. Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða er lögboðin á Íslandi og sjónarhorn kynjajafnréttis á að flétta inn í stefnumótun og ákvarðanir á öllum sviðum samfélagsins. Í náminu er veittur hagnýtur undirbúningur fyrir þetta og önnur verkefni að jafnréttismálum. Þannig má tryggja að jafnréttislög verði ekki dauður lagabókstafur heldur lifandi verkfæri.Námskeiðið Frá bróðurparti til systkinalags: Hagnýting jafnréttisfræða er kennt á vormisseri 2011. Það er 10 einingar [ECTS], stað- og fjarkennt. Nemendur vinna hagnýt verkefni sem veita þjálfun í samþættingu. Dæmi um verkefni sem unnin hafa verið í námskeiðinu eru m.a.:
• Samþætting í skólastarfi.
• Samþætting á hafi úti: Eiga konur möguleika á að stunda sjómennsku?
• Bak við lás og slá: Vistun kven- og karlfanga á Íslandi.
• Samþætting kynjasjónarmiða í skipulagsmálum á Íslandi.
• Heima er best: Samþætting í heimaþjónustu sveitar-félaga.
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2010. Aðgangskröfur eru BA-, BS-próf eða sambærilegt próf. Hægt er að skrá sig rafrænt: https://ugla.hi.is/umsoknir/. Nánari upplýsingar gefur Þorgerður Einarsdóttir, einarsd(hjá)hi.is. Ennfremur á heimasíðu Stjórnmálafræðideildar, í síma 525-4573/5445, og á netfanginu stjornmal(hjá)hi.is.