- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir umsækjendur um jafnlaunastaðfestingu.
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði til að uppfylla skilyrði þess að öðlast jafnlaunastaðfestingu. Farið er yfir kröfur um gagnaskil, innihald gagnanna og mat Jafnréttisstofu á gögnunum. Sérstök áhersla er lögð á starfaflokkun og launagreiningu.
Námskeiðin fara fram í gegnum Teams og verða annan hvern fimmtudag frá og með 5. september nk.
Skráning og nánari upplýsingar má finna í viðburðadagatalinu okkar hér.