Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum. Stjórnvöld og aðilar á vinnumarkaði hafa sammælst um það hlutverk setursins og hvatt til samstarfs við fjölmarga fræðslu- og mannauðssjóði, sem munu greiða leið sinna félagsmanna á námskeiðin. Markmiðið er að vinna að auknu launajafnrétti og tryggja að jafnverðmæt störf séu metin eins.
Markmið námskeiðanna er að auka færni og þekkingu þátttakenda á innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Á námskeiðunum er staðallinn kynntur og fjallað um 1) innleiðingu hans, 2) starfaflokkun, 3) launagreiningu og 4) skjölun í samræmi við kröfur staðalsins.
Námið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.
Haldin verða fjögur námskeið á haustönn 2015:
Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur 16. september.
Starfaflokkun 23. september.
Launagreining 30.september.
Gæðastjórnun og skjölun 7. október.
Flestir fræðslu- og starfsmenntasjóðir landsins eru í samstarfi um þessi námskeið svo að fyrirtækið/stofnunin geta fengið námskeiðin endurgreitt
Hægt að skrá sig á vef Starfsmenntar. Námskrá og nánari upplýsingar um kostnað og greiðslufyrirkomulag má nálgast á vef Starfsmenntar