- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Laugardaginn 7. desember klukkan 14:00 verður samverustund á Amtbókasafninu helguð baráttu gegn hernaðarhyggju og mannréttindabrotum. Samverustundin er liður í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. Lesið verður upp úr bókum sem fjalla m.a. um alvarlegar afleiðingar stríðsátaka. Þennan sama dag stendur Amnesty International fyrir alþjóðlegu bréfamaraþoni til stuðnings fórnarlömbum mannréttindabrota. Hægt er að taka þátt í bréfamaraþoninu á Amtbókasafninu, Bláu könnunni og Eymundsson.
Sigrún Sigurðardóttir les ljóðið Fiðrildi eftir Hrund Gunnsteinsdóttur
Hlynur Hallsson les upp úr bókinni Slæðusviptingar: Raddir íranskra kvenna eftir Höllu Gunnarsdóttur
Jóna Þrúður Jónatansdóttir les upp úr bókinni Morgnar í Jenín eftir Susan Abul Hawa
Þórarinn Torfason les upp úr bókinni HHhH er eftir Laurent Binet
Anna Guðný Egilsdóttir les upp úr bókinni Þeir tóku allt, meira að segja nafnið mitt eftir Thea Halo